Filippo Berio

Ólífuolía Extra Virgin Toscano

Þyngd: 500 ml

Hér er á ferðinni hágæða jómfrúar ólífuolía. Framleidd úr ólífum frá Toscana héraði á Ítalíu. Hún ber vottunina PGI eða Protected Geographical Indication sem gefin er út af Evrópusambandinu til vottunar um uppruna vörunnar. Ólífurnar sem notaðar eru í framleiðslu á þessari olíu eru Frantoio, Leccino og Pendolino. Einkenni olíunnar er kraftmikill angan með vott af þistilhjörtum og möndlum. Í bragðið er þessi olía í góðu jafnvægi, þroskuð, sæt og ávaxtarík með nokkuð pipruðum endi. Olían er frábær bæði með súpum og salati. Einnig fer hún vel á grilluðu kjöti ásamt því að vera ómissandi með hinum ýmsu klassísku Toscana réttum eins og Ribollita, Panzanella, Cacciucco og Bistecca alla Fiorentina.